Seiðaástand, stangveiði og talning á göngufiski í Úlfarsá árið 2011
Nánari upplýsingar |
Titill |
Seiðaástand, stangveiði og talning á göngufiski í Úlfarsá árið 2011 |
Lýsing |
Seiðaástand laxfiska hefur verið vaktað árlega í Úlfarsá síðastliðin þrettán ár og veiði hefur verið skráð frá 1974. Seiðaástand hefur verið kannað á sex stöðum neðan Hafravatns og einum stað í Seljadalsá ofan við Hafravatn. Árið 2011 var vísitala seiðaþéttleika laxaseiða undir meðaltali áranna 1999 til 2011 í öllum aldurshópum. Aldrei hafa þó fleiri laxaseiði veiðst í Seljadalsá síðan vöktunarrannsóknir VMST hófust. Vísitala þéttleika urriðaseiða var hæst á stöð nr. 30 í Úlfarsá. Síðustu 15 árin hefur laxveiði verið undir meðaltali áranna 1974 til 2011. Eins og undanfarin ár veiddist meirihluti laxa á neðsta hluta árinnar. Sumarið 2011 gengu 122 laxar og 73 urriðar upp í gegnum teljara sem staðsettur var um 4 km frá sjávarós. Vegna þenslu byggðar og auknu álagi á vatnasvið Úlfarsár er mikilvægt að vakta lífríki Úlfarsár. Með því móti er hægt að nema hugsanlegar breytingar og leggja til mótvægisaðgerðir ef þörf er á. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2012 |
Leitarorð |
seiðabúskapur, seiðaþéttleiki, laxaseiði, urriðaseiði, fiskteljari |