Rannsóknir á Langá og Fossá í Engidal við Skutulsfjörð 2013
Nánari upplýsingar |
Titill |
Rannsóknir á Langá og Fossá í Engidal við Skutulsfjörð 2013 |
Lýsing |
Vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar á Fossárvirkjun í Engidal í Skutulsfirði voru gerðar rannsóknir á lífríki og búsvæðum í straumvatni í júlí 2013. Búsvæði laxfiska Langár voru metin, útbreiðsla seiða könnuð í Langá og Fossá og gerðar mælingar á umhverfisþáttum, blaðgrænu og fleiri þáttum. Langá er fiskgeng um 3 km eða rétt upp fyrir núverandi stöðvarhús við Fossa. Botngerð árinnar er mest möl og smágrýti og hentar víða til seiðauppeldis fyrir laxfiska. Áin er nokkuð stríð á köflum, en víðast eru að henni grónir, stöðugir bakkar. Rafleiðni vatnsins mældist frá 56,8 til 70 µS/cm. Bleikjuseiði veiddust víða í ánni, en auk þess laxaseiði á neðsta hluta hennar. Lífmassi þörunga (mælt sem blaðgræna a) mældist 2,3 – 3,4 µg/cm2, mest kísilþörungar. Ekki er talið að áætlaðar framkvæmdir valdi að jafnaði verulegum neikvæðum áhrifum á lífríki árinnar. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2013 |
Leitarorð |
Fossárvirkjun, búsvæði, lax, bleikja, seiðarannsókn, blaðgræna, umhverfismat |