Rannsóknir á fiskistofnum Hlíðarvatns í Selvogi 2012
Nánari upplýsingar |
Titill |
Rannsóknir á fiskistofnum Hlíðarvatns í Selvogi 2012 |
Lýsing |
Hlíðarvatn í Selvogi er frjósamt vatn þar sem staðbundin bleikja er ríkjandi tegund. Aðrir laxfiskar finnast þar aðeins sem flækingar. Rannsóknir á fiskstofnum Hlíðarvatns voru gerðar árin 2008 og 2012. Bleikjuafli á sóknareiningu (CPUE) í staðlaða netaseríu minnkaði úr 25,6 bleikjum árið 2008 niður í 8,5 bleikjur árið 2012. Á sama tíma fækkaði skráðri bleikju í stangveiði úr 2167 fiskum árið 2008 niður í 725 fiska árið 2012. Meðalfjöldi skráðra bleikja í stangveiði árin 1999-2012 var um 2500 bleikjur. Lengdardreifing bleikju í netaveiði var sambærileg árið 2012 og 2008. Helsta fæða bleikjunnar bæði árin voru vatnabobbar. Greining á PKD-nýrnasýkingu leiddi í ljós að 81% bleikju (n=31) á öðru ári og 50% bleikju (n=4) á þriðja ári voru smitaðir. Rannsóknir á vefjasýnum sýndu umtalsverðar skemmdir í nýrnavef sem bendir til þess að fiskarnir hafi verið í afturbata og hafi því á einhverjum tíma sumars haft PKD-nýrnasýki. Fjórar flundrur veiddust í tilraunanet 2012 en níu árið 2008. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2013 |
Leitarorð |
bleikja, Salvelinus alpinus, flundra, Platichthys flesus, PDK-nýrnasýki, Tetracapsuloides bryosalmonae, Hlíðarvatn, Selvogur |