Rannsóknir á fiskistofnum á vatnasvæði Fljótaár árið 2012

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á fiskistofnum á vatnasvæði Fljótaár árið 2012
Lýsing

Síðustu árin hefur bleikjuveiði aukist í Fljótaá og virðist stofninn vera búinn að ná sér á strik aftur eftir langa niðursveiflu á síðasta áratug. Laxveiði sumarið 2012 var langt undir meðalveiði áranna frá 1974. Vísitala þéttleika vorgamalla laxaseiða var meiri en mælst hefur síðustu sjö ár en þéttleiki vetur- og tveggja vetra var minni en verið hefur síðustu ár. Vísitala þéttleika vorgamalla bleikjuseiða var einnig mikill en vísitala tveggja vetra bleikjuseiða var lág. Nokkur þriggja vetra bleikjuseiði fundust í rafveiðum, en það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Þrír árgangar laxaseiða fundust í Brúnastaðaá neðan fossa og þrír árgangar bleikjuseiða í Brúnastaðaá ofan fossa. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Nafn Friðþjófur Árnason
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð bleikja, lax, bleikjuseiði, laxaseiði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?