Rannsóknir á fiski í Köldukvísl og Tungnaá árið 2009

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á fiski í Köldukvísl og Tungnaá árið 2009
Lýsing

Tilgangur rannsóknanna var að glöggva sig sig betur á lífsferlum, þrifum og ferðamynstri bleikju og  urriða í vatnakerfinu og að leggja grunn að tillögum um að gera nýja veiðistaði í stað þeirra sem hverfa í Sporðöldulón vegna Búðarhálsvirkjunar. Bleikja er uppistaðan í veiði og af henni fannst einnig mest á seiðastigi í Köldukvísl sem er mikilvægt uppeldis- og hrygningarsvæði. Vöxtur silunga er ágætur, sem bendir til að fæðuframboð sér ríkulegt. Í samanburð við fyrri rannsóknir bendir margt til að uppeldi urriða sé að aukast í Köldukvísl. Fylgst var með silungum með útvarpsmerkjum, frá júlí fram í október, flestir þeirra héldu sig neðarlega í Köldukvísl og í Tungnaá nálægt Köldukvísl. Á ætluðum hrygningartíma voru bleikjurnar mest neðst í Köldukvísl. Fiskstofnarnir leituðu mjög lítið í Sultartangalón en óþekkt er hvort þeir kunni að gera það aðra hluta ársins. Gefin eru ráð um gerð nýrra veiðistaða í stað þeirra sem kaffærast í lóninu. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfurit VMSY/090049
Útgáfuár 2009
Blaðsíður 22
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?