Mat á vistfræðilegu ástandi vatnshlota: Laxfiskar í straumvötnum

Nánari upplýsingar
Titill Mat á vistfræðilegu ástandi vatnshlota: Laxfiskar í straumvötnum
Lýsing

Stöðuskýrsla til Umhverfisstofnunar. 

Markmið verkefnisins var að kanna breytileika í þéttleika seiða laxfiska fyrir mismunandi gerðir vatnshlota (sbr. skiptingu straumvatnshlota í gerðir) og fjölda árganga seiða í hverri gerð vatnshlota. Sú tilgáta var sett fram að tegundasamsetning, þéttleiki og árgangaskipan seiða væri lýsandi fyrir mismunandi gerðir straumvatnshlota. Ef sú tilgáta stenst er hægt að nota gögn um þessa þætti til þess að skilgreina viðmiðunarástand fyrir hverja vatnshlotagerð. Þá myndi teljanlegt álag á vatnshlot af tiltekinni gerð koma fram í breytingu frá skilgreindu viðmiðunarástandi. Jafnframt væri hægt að nota upplýsingar um fyrrgreinda þætti og mat á álagi á viðkomandi svæði til þess að spá fyrir um vistfræðilegt ástand einstakra straumvatnshlota þar sem engin seiðagögn eru til.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þórólfur Antonsson
Nafn Leó Alexander Guðmundsson
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Nafn Guðmunda Björg Þórðardóttir
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
ISSN
Leitarorð lax, vatnshlot, stöðuvötn
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?