Mæling á vatnshita Blöndu í Blöndudal og Rugludalsá 2009-2011
Nánari upplýsingar |
Titill |
Mæling á vatnshita Blöndu í Blöndudal og Rugludalsá 2009-2011 |
Lýsing |
Blanda í Húnavatnssýslu var virkjuð 1991, þegar byggð var stífla við Reftjarnarbungu og til varð Blöndulón (um 57 km2). Vatni er veitt úr lóninu um skurði og vötn á heiðinni að stöðvarhúsi ofan Eiðsstaða og fellur aftur út í farveg Blöndu þar skammt neðar. Jökulvatnið fellur því ekki lengur um farveg Blöndu í Blöndudal ofan útfallsins og í Blöndugili, utan stuttan tíma síðsumars/haust þegar vatn rennur úr Blöndulóni um yfirfall á stíflu. Vatnið sem rennur um farveg Blöndu á þessum kafla hefur því einkenni lindarskotinnar dragár mestan hluta ársins, í stað jökulvatnsins sem þar var áður. Í tengslum við mat á ástandi fiskstofna á kaflanum frá útfalli virkjunar að lónstíflu árið 2009, var þá komið fyrir síritandi hitamælum á fjórum stöðum. Þeir voru staðsettir í Blöndu ofan Rugludals, Blöndu ofan við útfall virkjunar, í Blöndu við brú við Löngumýri og neðst í Rugludalsá. Mælarnir skráðu vatnshita einu sinni á klukkustund og voru teknir upp vorið 2011. Minni sveiflur voru í vatnshita í Blöndu neðan útfalls en ofan þess, sem skýrist af áhrifum frá miklu rúmmáli vatns í lóninu og veituleiðinni sem minnkar sveiflur í vatnshita með breytingum í lofthita. Allmikið samræmi var á tímabilinu í vatnshita Blöndu og Vesturdalsá í Vopnafirði. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2012 |
Leitarorð |
hitasíriti, vatnshiti, Blanda, Blöndulón, Vesturdalsá |