Laxastofn Langadalsár 1950-2013. Veiði, hrygning og nýliðun

Nánari upplýsingar
Titill Laxastofn Langadalsár 1950-2013. Veiði, hrygning og nýliðun
Lýsing

Langadalsá við Ísafjarðardjúp er ein af bestu laxveiðiám á Vestfjörðum og sjóbleikjustofn er einnig til staðar, en urriði er fátíður. Rannsóknir fóru fram á vatnasvæðinu haustið 2013, en markmið þeirra var að kanna útbreiðslu laxfiska, hrygningu, seiðamagn og vöxt seiða. Miklar sveiflur hafa átt sér stað í laxveiðinni, en tölur um veiðinýtingu liggja fyrir frá 1950. Laxveiðitoppar komu fram á áttunda áratugnum og síðan undanfarinn áratug, en lægðir í veiðinni komu einkum fram á sjötta áratugnum og þeim níunda. Laxi sem dvalið hefur tvö ár í sjó hefur mjög fækkað á vatnasvæðinu sem haft hefur neikvæð áhrif á hrygninguna í ánni. Hrygningin frá 1950 er að meðaltali 0,7 hrogn/m2 og í veiðilægðinni frá 1980 - 2000 var hrygningin einungis 0,4 hrogn/m2. Líkur benda til að hrygningin á þessu tímabili hafi verið undir framleiðslugetu árinnar og áin þá verið ofveidd um langt skeið. Magn seiða á þessu tímabili var einnig mun lægra en mældist í ánni haustið 2013.  Árangur af seiðasleppingum í ána sumarið 2012 varð enginn samkvæmt greiningu á hreistursýnum úr veiðinni 2013. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, bleikja, urriði, hrygning, seiðamagn, hreisturathuganir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?