Laxarannsóknir í Fróðá 2015
Nánari upplýsingar |
Titill |
Laxarannsóknir í Fróðá 2015 |
Lýsing |
Árið 2015 veiddust 140 laxar í stangaveiði í Fróðá, en auk þess 11 bleikjur og 1 urriði. Alls veiddust 122 eins árs laxar úr sjó og 16 tveggja ára laxar. Öllum stórlöxum var sleppt og 59% smálaxa. Góð laxveiði hefur verið í Fróðá frá árinu 2007 sem tengd er stækkun framleiðslusvæða fyrir lax vegna fiskvegagerðar, auk hagstæðra umhverfisskilyrða. Mælingar á seiðaþéttleika hafa farið fram árlega frá 2008 á Fróðárdal og hefur lax náð að hrygna og klekjast þar öll árin á þessu tímabili. Nýliðun hefur þó mælst breytileg og er mikilvægt að tryggja að gönguleiðin upp á Fróðárdal sé greið til að tryggja samfellu í sjálfbærri nýtingu búsvæðanna. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2015 |
Leitarorð |
lax, bleikja, urriði, stangveiði, seiðaathuganir |