Laxá í Leirársveit. Samantekt á fiskirannsóknum 2012
Nánari upplýsingar |
Titill |
Laxá í Leirársveit. Samantekt á fiskirannsóknum 2012 |
Lýsing |
Sumarið 2012 veiddust 465 laxar í Laxá í Leirársveit og var 115 sleppt. Einnig veiddust 7 bleikjur og var 5 sleppt og 92 urriðar og var 10 sleppt. Rúm 91% laxveiðinnar reyndust smálaxar og voru hængar í meirihluta eða tæp 59%. Hlutur stórlaxa var tæp 9% og var meirihlutinn hrygnur eða rúm 70%. Meðalþyngd eins árs laxa úr sjó var 2,2 kg og var laxinn óvenju smár en meðalþyngd 2 ára laxa var 5,0 kg að meðaltali. Laxveiðin 2012 var einungis 51% af veiði ársins 2011 og 45% af langtímameðaltali árinnar. Mesta vikuveiðin var frá 12. – 18. júlí en þá veiddust 82 laxar. Lax veiddist á 32 veiðistöðum en tveir veiðistaðir, Laxfoss og Miðfellsfljót, báru uppi tæp 39% veiðinnar. Mest veiddist af urriða í fyrri hluta ágúst. Selósi veiddust 19 laxar á 8 veiðistöðum og auk þess 51 urriði og í Þverá veiddust 24 laxar á 8 veiðistöðum og 52 urriðar. Á hvorugu svæðinu var fiski sleppt. Um fiskteljarann í Eyrarfossi var nettó ganga upp fyrir teljarann 502 fiskar sem skiptist í 95 silunga, 318 smálaxa og 89 stórlaxa. Öflugustu laxagöngurnar voru í ágúst en þá gekk 65% stórlaxa og 63% smálaxa en stærstur hluti silunga gekk í júlí eða 76%. Veiðihlutfall ofan fiskteljarans í Eyrarfossi var í heild 16,7%, þ.e. 18,2% á smálaxi og 11,2% á stórlaxi. Í seiðarannsóknum var lax ríkjandi á vatnasvæðinu eða 83,3 % af fjölda seiða og hlutur urriða var 14,5% en auk þeirra veiddust hornsíli. Laxaseiði voru af fjórum árgöngum, frá 0+ til 3+ og var vöxtur þriggja yngstu árganganna talsvert meiri samanborið við árið 2011 en þá var kalt vor. Seiðaþéttleiki mældist minni á milli ára í öllum árgöngum og er undir langtímameðaltali í öllum tilfellum. Munar mest um minnkandi þéttleika á vorgömlum seiðum. Samanlagður seiðaþéttleiki er 31,6/100 m2 og minnkaði um meira en helming á milli ára. Vöxtur urriðaseiða jókst einnig á milli ára og er allstaðar yfir langtímameðaltali en samanlagður þéttleiki mældist 5,5/100 m2 og er undir langtímameðaltali. Vegna vatnavaxta reyndust aðstæður til rafveiða fremur erfiðar og gætu þéttleikaniðurstöður verið vanmetnar af þeim sökum. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2013 |
Leitarorð |
laxveiði, urriði, veiðihlutfall, seiðabúskapur, þéttleikavísitala, fiskiteljari |