Laxá í Leirársveit 2014. Samantekt um fiskirannsóknir
Nánari upplýsingar |
Titill |
Laxá í Leirársveit 2014. Samantekt um fiskirannsóknir |
Lýsing |
Í stangveiðinni í Laxá í Leirsársveit veiddust 405 laxar, 172 urriðar og 8 bleikjur. Um 20% laxveiðinnar var sleppt. Hlutdeild smálaxa í veiðinni var 90,4% og vógu þeir 2,07 kg að meðaltali en stórlaxar 5,14 kg. Nokkuð var um örlaxa og mældist sá smæsti 30 cm að lengd og vóg 0,5 kg. Fengsælasti laxveiðistaðurinn var Laxfossmeð 19% veiðinnar. Meirihluti silungsins veiddist á neðri hluta veiðisvæðisins. Laxveiðin dróst saman um 60% á milli ára og var sú minnsta á tímabilinu 1974 – 2014 og einungis 40% af langtímameðaltali. Urriðaveiðin mældist lítið eitt yfir langtímameðaltali. Eingöngu smálaxar veiddust í Stubbunum. Nettóganga upp fyrir fiskteljarann var 292 smálaxar, 70 stórlaxar og 36 silungar. Mesta laxagangan var í júlí og ágúst en stærstur hluti silungs gekk í september. Veiðihlutfall á laxi ofan teljarans var 24,0% hjá smálaxi en 2,9% hjá stórlaxi. Í seiðamælingum veiddust 659 laxaseiði af fjórum aldurshópum og 247 urriðaseiði af fimm aldurshópum. Meðallengd allra aldurshópa jókst frá árinu 2013 og var í öllum tilfellum meiri en langtímameðaltalið. Þéttleikavísitala laxaseiða mældist 46,8/100 m2 og er 3,2 yfir langtímameðaltali og hækkaði á milli ára hjá öllum aldurshópum. Þéttleikavísitala urriðaseiða er jókst einnig á milli ára og er um helmingi hærri en langtímameðaltalið. Talsverðar sveiflur komu fram í hlutdeild veiði af heildarveiðinni í Laxá eftir svæðum fyrir tímabilið 2003 – 2014. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2015 |
Leitarorð |
lax, urriði, bleikja, hrygingargöngur, örlax, fiskteljari, veiðihlutfall, endurheimtur |