Laxá í Dölum 2013. Samantekt um fiskisrannsóknir
Nánari upplýsingar |
Titill |
Laxá í Dölum 2013. Samantekt um fiskisrannsóknir |
Lýsing |
Í Laxá í Dölum veiddust 710 laxar, uppistaðan smálax eða ríflega 89% og var 5,4% laxveiðinnar sleppt aftur. Meðalþyngd smálaxa var 2,35 kg og stórlaxa 4,95 kg. Vikuna 20. – 26. ágúst var metveiði í ánni en þá veiddust 177 fiskar eða rétt tæp 25% heildarveiðinnar. Einungis 20% laxveiðinnar var skráð á þekktan veiðistað. Laxveiðin 2013 jókst um tæp 100% frá árinu 2012 en vantaði þó rúmlega 30% upp á meðalveiði tímabilsins 1974 – 2013, sem er 1023 laxar. Hlutfall stórlaxa úr gönguseiðaárgangi 2011 var 18,5% og hefur ekki mælst hærra í 15 ár. Árlegur heildarfjöldi hrogna í hrygningarstofni á vatnasvæði Laxár í Dölum fyrir tímabilið 1946-2013 var áætlaður tæplega 2.4 millj. hrogna að meðaltali. Mikill munur er á hrognafjölda milli ára og tímabila og síðustu þrjú árin (2011 - 2013) hefur hrognafjöldinn minnkað mikið og er undir 1,5 millj.hrogna að meðaltali og fór niður fyrir 1 milljón árið 2012. Í rafveiðum veiddust 642 laxaseiði, 11 urriðaseiði og 1 hornsíli. Laxaseiðin voru af 4 árgöngum (0+ til 3+) og fundust vorgömul laxaseiði (0+) á öllum stöðvum nema einni. Vísitala seiðaþéttleika á fiskgenga hluta Laxár var að meðaltali 45,7/100 m2 og á þeim ófiskgenga, þar sem klakfiski hafði verið sleppt, 57,7/100 m2. Vísitala urriðaseiða mældist 0,8/100 m2 fyrir allt svæðið. Veiðifélagið Hreggnasi gekk til samninga við Veiðifélag Laxdæla haustið 2013. Breytt veiðifyrirkomulag verður viðhaft með nýjum leigutökum. Stangardögum verður fækkað, veiðitímanum seinkað um 5 daga og í fyrsta sinn verður fluga eina leyfilega agnið út allan veiðitímann. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2014 |
Leitarorð |
laxveiði, seiðabúskapur, gönguseiðaárgangur, klakfiskur, hrygning, hrognafjöldi, lax, urriði |