Kaldakvísl 1988. Uppeldisskilyrði og seiðarannsóknir
Nánari upplýsingar |
Titill |
Kaldakvísl 1988. Uppeldisskilyrði og seiðarannsóknir |
Lýsing |
Í skýrslu er fjallað um rannsóknir Veiðimálastofnunar á neðri hluta Köldukvíslar og þveráa, sem fram fóru sumarið 1988. Gerðar voru seiðarannsóknir og uppeldisskilyrði fyrir seiði athuguð. Svæðið er á vatnasvæði Þjórsár og er í um 321-400 m hæð yfir sjávarmáli. Bleikja, sem er nýlegur landnemi í Köldukvísl virðist hafa yfirtekið svæði þar sem urriði var áður.
Í seiðaveiðum veiddist eingöngu bleikjuseiði. Þéttleiki seiða var lítill en vöxtur sæmilegur. Sumarið 1988 var sleppt um 5000 örmerktum urriðaseiðum á svæðið. Ráðlagt er að bíða með frekari sleppingar þar til frekara mat er fengið af árangri sleppinganna. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
1989 |
Leitarorð |
seiðarannsóknir, uppeldi, Kaldakvísl, kaldakvísl, |