Hölkná í Bakkaflóa 2013. Seiðabúskapur og veiði
Nánari upplýsingar |
Titill |
Hölkná í Bakkaflóa 2013. Seiðabúskapur og veiði |
Lýsing |
Hér birtast niðurstöður úr á rannsóknum síðasta árs í Hölkná í Bakkafirði auk yfirlits yfir niðurstöður fyrri ára. Rannsóknirnar eru gerðar með svipuðu sniði frá ári til árs, sem vöktun á seiðastofnum árinnar og aukinni útbreiðslu laxaseiða um vatnakerfið. Einnig var gert búsvæðamat árið 1999 í hluta vatnakerfisins þ.e. frá fossi og niður til sjávar og á neðstu köflum Sellækjar og Þorlákslækjar. Árið 2008 var fossinn gerður fær laxi og á liðnu sumri var bætt við búsvæðamati frá þeim fossi og að næstu gönguhindrun sem bætti við rúmum 6 km af fiskgengu svæði. Einnig var farið upp með öllum Þorlákslæk og hann búsvæðametinn. Þetta var gert í tengslum við arðskrárgerð sem nú er í burðarliðnum.
|
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2014 |
Leitarorð |
seiðabúskapur, veiði, lax |