Hítará. Samantekt um fiskirannsóknir 2013

Nánari upplýsingar
Titill Hítará. Samantekt um fiskirannsóknir 2013
Lýsing

Rannsóknir fóru fram á þróun veiðinýtingar í Hítará á Mýrum, fiskgengd um fiskteljara við Kattarfoss á árinu 2013 auk aldursgreininga á hreistursýnum sem safnað var úr laxveiðinni 2013. Í Hítará veiddust 1107 laxar árið 2013, þar af 1010 smálaxar og 97 stórlaxar, og var laxveiðin sú önnur mesta frá upphafi veiðiskráningar. Veiði á bleikju og urriða var sáralítil og bleikjuveiði hefur hrunið undanfarinn áratug. Nettóganga laxa um fiskveginn við Kattarfoss var 266 laxar, þar af 156 smálaxar og 113 stórlaxar. Fleiri silungar gengu niður fyrir teljarann en upp. Árin 2007 - 2013 hafa 222 laxar gengið að meðaltali upp fyrir Kattarfoss. Ekki er vitað um fjölda laxa sem veiddist ofan Kattarfoss vegna ófullkominnar veiðiskráningar. Greiningar á aldurssamsetningu laxa sýndu að 95,4% þeirra voru af smálaxi en 5,6 af laxi með 2ja – 3ja ára sjávardvöl, þar 2 laxar (2,2%) sem sýndu ummerki um fyrri hrygningu. Ferskvatnsaldur laxa spannaði 1 - 4 ár. Laxar af eldisuppruna eru 1 árs við útgöngu og reyndust 2,2% af heildarsýnafjölda. Önnur sýni voru af náttúrulegum uppruna eða 97,8%. Þriggja ára ferskvatnsdvöl var algengust og klakárgangur frá 2009 var ríkjandi í sýnunum (60,9%).

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, urriði, bleikja, stangaveiði, fisktalning, hreistursýni
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?