Grímsá og Tunguá 2014. Yfirlit fiskirannsókna
Nánari upplýsingar |
Titill |
Grímsá og Tunguá 2014. Yfirlit fiskirannsókna |
Lýsing |
Miklar sveiflur hafa einkennt laxveiðina í Grímsá í Borgarfirði undanfarin 3 ár. Árin 2012 og 2014 kom fram mikil lægð í veiðinni en gott veiðiár var á hinn bóginn 2013. Laxveiðin á vatnasvæði Grímsár varð alls 530 laxar árið 2014 og var veiðin einungis 38% af langtíma meðalveiði. Auk þess veiddust 29 urriðar og 1 bleikja. Í veiðinni var sleppt 284 löxum. Meðalþyngd smálaxa var 2,2 kg og reyndist óvenjulega lág og töluvert var um mjög smáa laxa í veiðinni. Hrognafjöldinn haustið 2014 var áætlaður 2,2 milljónir hrogna og hefur aðeins einu sinni verið áætlaður minni á tímabilinu 1974 til 2014. Seiðavístala laxaseiða á fiskgengum ársvæðum Grímsár og Tunguár mældist sú hæsta frá upphafi mælinga. Vísitala vorgamalla seiða hefur aldrei mælst hærri en þéttleiki eldri aldurshópa mældist um og yfir meðaltali. Dregið hefur úr vexti laxaseiða á fiskgengum hlutum árin 2013 og 2014 og mælist vöxturinnn undir langtíma meðaltali. Greind voru 30 hreistursýni eða 6% af laxveiðinnar. Ferskvatnsaldur laxa úr veiðinni 2014 var á bilinu 1-4 ár, þar af reyndust 6,6% sýnanna af eldisuppruna og var veiðin frá klakárgöngum áranna 2008 – 2011, en árgangurinn frá 2010 var ríkjandi með 63,3% hlutdeild. Hrogn voru grafin á nokkrum stöðum á ófiskgenga hluta Tunguár haustið 2013 og tókst framkvæmdin alls staðar vel. Í seiðamælingum komu fram seiði sem klakist höfðu út ofan fossa en einnig fundust seiði sem voru afrakstur hrygningar laxa sem fluttir voru upp fyrir Englandsfoss haustið 2013 til hrygningar. Vöxtur vorgamalla seiða á ófiskgenga hlutanum var um 1,0 cm meiri en sama aldurshóps á fiskgenga hluta árinnar. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2015 |
Leitarorð |
Grímsá, Tunguá, lax, urriði, stangaveiði, hrygning, hrognafjöldi, seiðaþéttleiki, fiskirækt |