Grímsá og Tunguá 2013. Yfirlit fiskirannsókna

Nánari upplýsingar
Titill Grímsá og Tunguá 2013. Yfirlit fiskirannsókna
Lýsing

Í Grímsá og Tunguá veiddist 1.671 lax, þar af 1.541 smálaxar og 130 stórlax. Laxveiðin var 19,3% yfir meðaltali tímabilsins 1974 – 2013. Auk þess veiddust á stöng 102 urriðar og 7 bleikjur. Alls var 60,6% laxveiðinnar sleppt, þar af 58,5% smálaxa og 86,4% stórlaxa. Stórlaxar sem veiddust á vatnasvæðinu eru af gönguseiðaárganginum frá 2011, en mjög rýrar heimtur urðu á smálaxi sumarið 2012 af þeim árgangi. Hlutdeild stórlaxa af 2011 árganginum var um 26% og er það hæsta hlutfall stórlaxa í gönugseiðaárgangi frá árinu 1989. Áætluð hrygning haustið 2013 nam 3,9 milljónum hrogna eða 1,55 hrogn/m2 árbotns sem er nálægt meðaltali tímabilsins 1974 – 2013. Þéttleiki laxaseiða á fiskgengum hlutum Grímsár og Tunguár var 58,2 seiði á 100 m2 og var aðeins undir langtímameðalti árinnar. Seiðaþéttleiki 0+ seiða var um 2/3 af langtíma þéttleika 0+ seiða í ánni, en árgangurinn mældist mun sterkari en gert var ráð fyrir í ljósi lítillar hrygningar haustið 2012. Greind voru hreistur af 2,8% veiðinnar og var fersksvatnsaldur laxa í sýnunum 2 – 4 ár, en algengast var að seiðin dveldu 3 ár í ánni fyrir sjógöngu (59,1%). Klakárgangar áranna 2009 - 2010 voru með 77,3% hlutdeild í sýnunum.  Hlutdeild laxa af sleppiuppruna var 18,2%.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð Grímsá, Tunguá, lax, urriði, stangaveiði, hrygning, hrognafjöldi, seiðaþéttleiki, fiskirækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?