Gljúfurá í Húnavatnssýslu 2014. Seiðarannsóknir, greining á veiðitölum, talning á göngufiski og umhverfisþættir

Nánari upplýsingar
Titill Gljúfurá í Húnavatnssýslu 2014. Seiðarannsóknir, greining á veiðitölum, talning á göngufiski og umhverfisþættir
Lýsing

Nokkrar ár og lækir falla til Gljúfurár úr vestri, s.s. Selkvísl, Svínadalsá og Rófuskarðsá. Nokkrir ófiskgengir fossar voru neðst í gljúfri Gljúfurár, sem gerðir voru færir með byggingu fiskvega árin 1990 og 1991 og er áin nú öll fiskgeng. Lax hefur verið að nema land á svæðinu ofan fossa síðan, en laxaseiði hafa fundist í Gljúfurá upp fyrir Selkvísl. Búsvæði fyrir laxfiska eru í ánni enn ofar, en möguleg útbreiðsla laxaseiða þar hefur ekki verið könnuð til hlítar. Búsvæði neðri hluta árinnar hefur verið metið m.t.t. uppeldis laxfiskaseiða og benda þær niðurstöður til að laxastofnGljúfurár sé minni en geta árinnar til seiðaframleiðslu gefi tilefni til.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð búsvæðamat, lax, bleikja, urriði, rafveiði, teljari, hitasíriti, veiðitölur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?