Gljúfurá 2011. Seiðabúskapur, fiskgengd og stangveiði
Nánari upplýsingar |
Titill |
Gljúfurá 2011. Seiðabúskapur, fiskgengd og stangveiði |
Lýsing |
Í Gljúfurá árið 2011 veiddust 285 laxar og 48 urriðar. Veiðitímabilið var framlengt um 10 daga í tilraunaskyni. Hlutfall smálaxa í veiðinni var 98,6 % og hlutfall stórlaxa var 1,4 %. Laxveiðin var mjög sambærileg veiðinni frá 2010 en veiðin á urriða (sjóbirtingi) var fjórfalt meiri. Nettóganga um fiskteljarann var 493 smálaxar, 66 stórlaxar og 230 silungar. Ganga stórlaxa um teljarann hafði meira en tvöfaldast á milli ára og var 12 % göngunnar. Mestur kraftur var í göngunni í júlí og gekk þá 52 % laxa. Silungagangan var kröftug í september og október. Veiðihlutfall á smálaxi ofan teljarans var 48,4 % en einungis 6,1 % á stórlaxi. Stórlaxinn gengur seinna í Gljúfurá en almennt gerist í íslenskum ám og hlutfall stórlaxins í göngunni er hærra en veiðitölur gáfu til kynna. Hann gengur seinna en smálaxinn í Gljúfurá og lendir því ekki undir veiðiálagi í sama hlutfalli. Lang stærstur hluti laxins ferðast um teljarann að nóttu til. Hreistursýni voru tekin að 45,3 % laxveiðinnar og af 8,3 % silungsveiðinnar. Laxarnir voru af náttúrulegum uppruna og höfðu dvalið 2-5 ár í ferskvatni. Sex sýni sýndu gotmerki í hreistri. Stærstur hluti veiðinnar kom úr klakárgangi 2007 eða 60,5 %. Meðalvatnshiti í Gljúfurá 2011 lækkaði frá 2010 og reyndist 4,4 °C lægri í maí og 3,8 °C í júní. Laxaseiði voru ríkjandi á öllum stöðvum en aðeins veiddist vottur af urriða og bleikju.. Meðalvöxtur allra aldurshópa laxaseiða reyndist minni en árið 2010 og. voru vorgömlu seiðin jafnframt minni en langtímameðaltalið. Þéttleiki laxaseiða á einstökum stöðvum var frá 39,2 til 82,7 á hverja 100 m2. Einungis þéttleiki vorgömlu seiðanna reyndist yfir langtímameðaltali. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2012 |
Leitarorð |
laxveiði, fiskteljari, hreistursýni, veiðihlutfall, vatnshiti, seiðabúskapur |