Flókadalsá í Borgarfirði. Fiskirannsóknir árið 2010
Nánari upplýsingar |
Titill |
Flókadalsá í Borgarfirði. Fiskirannsóknir árið 2010 |
Lýsing |
Árið 2010 veiddust 724 laxar og 7 urriðar í stangveiði í Flókadalsá. Laxveiði í ánni hefur verið í sögulegu hámarki frá árinu 2008 og veiðin frá þeim tíma verið yfir 700 laxa á ári. Stangveiðin í viku hverri árið 2010 var að meðaltali 48 laxar og var mesta veiðin 1.-7. júlí en þá veiddust 136 laxar. Flestir laxar veiddust í Pokagljúfri en einnig veiddist vel á Pokabreiðu og Hundsfossi. Seiðabúskapur var kannaður á 8 stöðum. Laxaseiði veiddust af þremur aldurshópum frá 0+ (vorgömul) til 2+ seiði. Engin laxaseiði fundust á efstu stöðinni í Flókadalsá ofan við Drang, en heildarseiðamagn á öðrum stöðum var á bilinu 19,3 til 56,3 seiði/100m2. Magn seiða á fyrsta ári var að meðaltali 21,4 seiði/100m2, eins árs seiða að meðaltali 12,0/100m2 og tveggja ára seiði 1,8/100m2. Seiðamagn 2010 mældist svipað og í mælingum árið 1993, en þéttleiki var nokkru minni árið1997. Stöðvar 1 til 3 eru allar ofan við Lambafoss, en þar hefur lax numið land á síðustu árum eftir fiskvegagerð í Lambafossi. Lax er ekki enn farinn að hrygna ofan við Drang, en á stöðvum 2 og 3 er þéttleiki laxaseiða sambærilegur við seiðamagn neðar í ánni. Vorgömul laxaseiði (0+) eru að meðaltali 4,75 cm, eins árs seiði 7,25 cm og tveggja ára seiði 9,42 cm. Vöxtur laxaseiða á stöðvum fyrir ofan Lambafoss er hraðari en neðar í ánni. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2011 |
Leitarorð |
lax, urriði, laxveiði, seiðabúskapur, landnám |