Fiskrannsóknir í Sogni og Þverám þess árið 2010

Nánari upplýsingar
Titill Fiskrannsóknir í Sogni og Þverám þess árið 2010
Lýsing

Greint er frá niðurstöðum vöktunar á fiski og botndýrum í Sogi, bæði neðan og ofan virkjana árið 2010. Sem fyrr bar lítið á seiðum á fiskgengum hluta árinnar ofan Ásgarðslækjar, en laxaseiði sem sleppt er á ófiskgenga hluta þveránna skila sér ágætlega í rannsóknum síðsumars. Yngstu laxaseiðin virðast lifa mikið á bitmýslirfum sem þau taka trúlega úr dýrareki í árstraumnum, en stálpaðri seiði virðast taka stærri fæðudýr. Hugsanlegt er talið að slepping seiða á ólaxgeng svæði eigi sinn þátt í aukningu á laxveiði á seinustu árum. Hrygning ofan Álftavatns var með mesta móti enda metlaxveiði 2010. Um og yfir helmingur veiddra laxa dvaldi tvö ár í ánni sem seiði og um fjórðungur í þrjú ár sem er ámóta og 2009. Athuganir við útfall úr Þingvallavatni benda til að þar sé einhver hrygning urriða og könnuð voru búsvæði neðan útfallsins. Teljast þau allgóð bæði fyrir urriðaseiði og stálpaðan fisk. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2011
Leitarorð Sog, Efra-Sog, lax, urriði, bleikja, seiðabúskapur, aldur, hrygning, botndýr, flugugildrur, rek
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?