Fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár 2010
Nánari upplýsingar |
Titill |
Fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár 2010 |
Lýsing |
Kárahnjúkavirkjun og veitur henni tengdar snerta beint nokkur vatnsföll á vatnasviðum Jökulsár á Dal og Lagarfljóts, s.s. hvað varðar rennsli, grugg og vatnshita. Talið var að þessar breytingar myndu hafa áhrif á lífríki vatnsfallanna og voru rannsóknir gerðar á fiskstofnum á svæðinu áður en rekstur virkjunarinnar hófst 2007. Rannsóknirnar á fiskstofnum voru endurteknar á sambærilegan hátt sumarið 2010 og er hér gerð grein fyrir þeim hluta. Rannsóknunum er ætlað að nema hugsanlegar breytingar á fiskstofnum og umhverfi þeirra í kjölfar framkvæmdanna. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2011 |
Leitarorð |
bleikja, urriði, lax, Lagarfljót, rafveiði, netaveiði, Kárahnjúkavirkjun |