Fiskirannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2013

Nánari upplýsingar
Titill Fiskirannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2013
Lýsing

Gerð er grein fyrir fiskrannsóknum á fiski og smádýrum í Sogi, þverám þess og Efra-Sogi árið 2013 og til samanburðar í Ölfusá og í neðanverðri Hvítá. Megintilgangurinn var að rannsaka ástand lífríkis í Sogi og Efra-Sogi með áherslu á fisk og botndýr. Laxveiði jókst árið 2013 eftir mjög slakt ár 2012. Mikil samdráttur hefur verið í bleikjuveiði í Sogi á síðustu árum og er hún nú aðeins um 16% af veiðinni þegar hún var mest árið 1996. Seiðabúskapur laxaseiða á fyrsta ári í Sogi var slakari árið 2013 en hann var 2012. Laxaseiði á fyrsta ári voru óvenju smá í Sogi þetta árið. Ástæðan er líklega kalt tíðarfar og lágur vatnshiti. Talning riðabletta sýndi að fjöldi laxabletta í Sogi var yfir fimm ára meðaltali. Ætla má að veiðitölur séu að gefa vísbendingu um fjölda laxa sem hrygnir hverju sinni. Mikill samdráttur varð milli ára í veiði á bitmýsflugum við Bíldsfell. Rafrænn búnaður til talningar flugna, sem tekur stafræna mynd af flugum til talninga var prófaður og verður þróaður áfram.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð Sog, Þingvallavatn, Hvítá, Ölfusá, Steingrímsstöð, Írafoss, Ljósifoss, vatnalíf, fiskurm vöktun, bleikja, lax, urriði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?