Fiskirannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2009

Nánari upplýsingar
Titill Fiskirannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2009
Lýsing

Greint er frá niðurstöðum vöktunar á fiski og botndýrum í Efra Sogi, Sogi og þverám þess 2009. Að þessu sinni var áhersla lögð á að afla reksýna af smádýrum, auk þess að fanga fljúgandi skordýr við bakka, í stað sýna af steinum á botni. Krabbadýr sem algeng eru í svifi Þingvallavatns voru uppistaðan í fjölda dýra á reki en um þriðjungur að rúmmáli. Krabbadýr eru ekki mikilvæg fæða seiða. Bitmýslirfur eru algengasta fæða laxaseiða, en bleikju og urriðaseiði taka blandaðri fæðu. Almenn jákvæð þróun í fjölda seiða sem hófst 2004 heldur áfram, og tilraunir til að ala upp seiði á ófiskgengum hluta þveráa virðist skila árangri. Fremur lítið um seiði ofan Álftavatns sem fyrr, en hrygning heldur meiri en 2008, en þó minni en 2007. Stangveiði í Sogi hefur haldist góð og var með mesta móti 2009.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfurit VMST/10004
Útgáfuár 2010
Blaðsíður 22
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?