Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þverár 2015
Nánari upplýsingar |
Titill |
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þverár 2015 |
Lýsing |
Laxveiðin varð alls 2.364 laxar á vatnasvæði Þverár árið 2015. Laxveiðin tvöfaldaðist frá 2014 og varð um 18% yfir meðalveiði. Auk þess veiddust 69 urriðar og 6 bleikjur. Eins árs lax úr sjó reyndist um 85% veiðinnar og tveggja ára lax um 15%. Innan vatnasvæðisins var hlutdeild stórlaxa í veiðinni 21,5% í Kjarará, en 12,1% í Þverá og 7,5% í Litlu Þverá. Hlutur stórlaxa úr seiðaárgöngum er gengu til sjávar tímabilið 1978 - 2013 hefur aukist síðastliðin 3 ár, en hlutdeild þeirra náði lágmarki í gönguseiðaárgöngum 2007-1010 eftir stöðuga fækkun frá því um miðjan níunda áratuginn. Hrygning var áætluð í meðallagi í Kjarará, en 50% yfir meðaltali í Þverá. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2016 |
Leitarorð |
Lax, urriði, stangaveiði, laxahrygning, seiðaathuganir, hreistursýni |
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin