Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þverár í Borgarfirði 2013
Nánari upplýsingar |
Titill |
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þverár í Borgarfirði 2013 |
Lýsing |
Árið 2013 var gjöfult í laxveiðinni á vatnasvæði Þverár. Alls veiddust 3.366 laxar en af þeim veiddust 1.376 í Þverá, 1.867 í Kjarará og 123 í Litlu-Þverá. Auk þess veiddust 26 urriðar. Laxveiðin skiptist í 2.888 smálaxa (eitt ár í sjó) og 478 stórlaxa (tvö ár í sjó). Mikil aukning varð á fjölda slepptra laxa og var 1.666 löxum sleppt eða um helmingi veiðinnar. Fjöldi stórlaxa var sá mesti um árabil og skilaði sér í 45% hlut af gönguseiðaárganginum sem gekk til sjávar 2011 og verður að leita aftur til 1989 til að finna sambærilega hlutdeild stórlaxa. Laxahrygningin haustið 2013 var áætluð 4,9 hrogn/m2 í Kjarará og 2,6 hrogn/m2 í Þverá og varð mikil aukning frá hrygningunni 2012, er hrygning var í lágmarki. Magn laxaseiða á vatnasvæðinu mældist það næst mesta á tímabilinu 1996 - 2013. Vísitala seiðaþéttleika vorgamalla (0+) seiða mældist nálægt meðaltali þrátt fyrir lítinn hrygningarstofn haustið 2012. Vísitala seiða á öðru ári (1+) var sú næstmesta frá upphafi mælinga og aldrei hafa mælst fleiri seiði á þriðja ári (2+). Aldursgreind voru 220 hreistursýni úr laxveiðinni 2013. Sýndu þau að flest þeirra voru af laxi á sinni fyrstu hrygningargöngu, en laxar sem áður höfðu hrygnt voru 2,3% sýnanna. Ferskvatnaldur laxa spannaði 2 – 5 ár, en gönguseiðaaldur var 3,2 ár að meðaltali og hefur farið lækkandi undanfarin ár. Í hreistursýnum komu fram laxar af 5 klakárgöngum, 2006 - 2010. Uppistaða veiðinnar var af klakárgangi 2009 sem gaf 65,9% veiðinnar. Söfnun á laxahreistri hefur farið fram frá árinu 1999. Á þeim tíma hafa klakárgangar seiða frá árunum 1996 - 2007 skilað sér að fullu í veiðinni. Hver árgangur skilar að jafnaði um 2000 laxa veiði, en um fjórfaldur munur er á stærð minnstu og sterkustu árganganna á þessu tímabili. Komið hefur fram hámarktæk fylgni á milli vísitölu seiðaþéttleika sama klakárgangs seiða á fyrsta og öðru ári við þann þann fjölda laxa sem skilar sér í veiðinni á vatnasvæðinu. Mat á seiðavísitölum skýrir þannig um 50 - 60% af breytileika í fjölda laxa í veiðinni hverju sinni og gefur því góða vísbendingu um laxgengd fram í tímann. Mikilvægt er að veiðinýting miðist við að hrygningarstofn nái að skila hámarksfjölda seiða, eftir hvert foreldri, sem áin getur fóstrað á hverjum tíma. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2014 |
Leitarorð |
lax, urriði, stangaveiði, laxahrygning, seiðaathuganir, hreistursýni |