Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2013

Nánari upplýsingar
Titill Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2013
Lýsing

Í skýrslunni er gerð grein fyrir rannsóknum sem höfðu að meginmarkmiði að auka þekkingu á göngum laxfiska ásamt því að meta ástand fiskstofna á vatnasvæði Þjórsár. Tengjast þær m.a. mögulegum mótvægisaðgerðum vegna fyrirhugaðra virkjana í neðanverðri Þjórsá. Seiðabúskapur var vaktaður og fiskgöngur upp fiskstiga við Búða kannaðar. Laxveiðin 2013 var samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum 7.237 laxar sem er næst besta veiðiárið síðan mælingar hófust. Skv. stofnmati með merkingum laxaseiða og endurheimtum úr hafi var fjöldi gönguseiða í Kálfá vorið 2012 20.100 laxagönguseiði og 134.650 samtals af vatnasvæðinu öllu. Samtals gengu 11.994 náttúrulegir laxar, 10.651 smálaxar  og 1.343 stórlaxar, úr hafi á vatnasvæði 2013. Veiðihlutfallið í Þjórsá neðan við Kálfá var reiknað 49%. Þéttleiki laxaseiða á fyrsta ári var mun lægri á árinu en hann mældist árið 2012, þegar hann var sá hæsti. Góð laxgengd var um teljarann við Búða, sem samtals taldi 1.009 laxa og 914 silunga (frádregnir fiskar sem gengu niður), er það besta laxgengd þar til þessa.  

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, búsvæðamat, göngur, aldur, virkjanir, Þjórsá
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?