Fiskgengd laxfiska um teljara í fiskveginum við Glanna í Norðurá í Borgarfirði 2010

Nánari upplýsingar
Titill Fiskgengd laxfiska um teljara í fiskveginum við Glanna í Norðurá í Borgarfirði 2010
Lýsing

Fiskteljari af gerðinni Árvaki var starfræktur í fiskveginum við Glanna í Norðurá í Borgarfirði frá 1. júní til 14. október 2010, en fiskgengd um fiskveginn hefur verið talinn árlega frá 2002.  Árið 2010 gengu 2889 laxar upp fyrir teljarann, þar af 2520 smálaxar og 379 stórlaxar. Einnig var skráður 251 silungur. Gangan var mest fyrri hluta sumars, en í júní og júlí fór 84,5% laxagöngunnar upp fyrir teljarann. Göngur lágu nær alveg niðri frá 15. júlí til 8. ágúst, en rennsli Norðurár var þá undir 4 m3/s en við slíkar aðstæður virðist lax ekki ganga upp fiskveginn. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2011
Blaðsíður 12
Leitarorð fiskteljari, Norðurá, lax, silungur, göngutími, veiðihlutfall
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?