Áhrif fiskvegagerðar á laxveiði í Fróða

Nánari upplýsingar
Titill Áhrif fiskvegagerðar á laxveiði í Fróða
Lýsing

Stangveiðin í Fróðá 2013 reyndist sú mesta frá árinu 1979. Alls veiddust 188 laxar, en auk þess 19 urriðar og 4 bleikjur. Alls var 123 löxum sleppt í veiðinni (65,4%). Eins árs lax úr sjó var ríkjandi í veiðinni (96,1%) en einungis veiddust sjö tveggja ára laxar úr sjó (3,9%). Laxgengd og laxveiði hefur eflst mjög undanfarin ár á sama tíma og bleikja virðist nær horfin úr ánni. Seiðaathuganir fóru fram á 3 stöðum í ánni og mældist magn svipað og undanfarin ár. Landnám laxa á Fróðárdal hefur gengið að óskum eftir lagfæringar fiskvega og er nú allt búsvæði virkt til hrygningar og seiðauppeldis frá Bláhyl að Neðri Fróðárfossi, en þar er um 60% búsvæða fyrir lax. Hreistursýni voru greind af 31 laxi og reyndist 89,3% þeirra vera af smálaxi sem var að ganga í fyrsta sinn til hrygningar en 10,7% sýna reyndist vera af laxi sem var að ganga í annað sinn til hrygningar. Ferskvatnsaldur laxa var að meðaltali 3,25 ár, frá tveimur upp í fjögur ár, en þriggja ára dvöl var algengust fyris sjógöngu. Klakárgangar áranna 2008 og 2009 báru uppi veiðina, en einnig var tekið að gæta laxaklaks frá árinu 2010.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, bleikja, urriði, stangveiði, seiðaathuganir, hreistursýni, fiskvegir, landnám
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?