Skyldleiki laxastofna í ám á Austfjörðum við aðra laxastofna á Íslandi. KVER 2018-4

Nánari upplýsingar
Titill Skyldleiki laxastofna í ám á Austfjörðum við aðra laxastofna á Íslandi. KVER 2018-4
Lýsing

Stofngerð lax hefur talsvert verið rannsökuð á Íslandi og hafa rannsóknir einkum beinst að stofnum á helstu laxveiðisvæðum. Aukið sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna seinustu ár og stórfelld áform þar um hefur kallað á frekari rannsóknir á laxastofnum á þeim svæðum sem liggja næst eldissvæðum, þ.m.t. á Austfjörðum. Í þessari rannsókn var skyldleiki laxastofna í ám á Austfjörðum við stofna áa af öðrum landsvæðum rannsakaður. Niðurstöðurnar bentu til að laxastofnar á Austfjörðum hópist saman (vísbending um innbyrðis skyldleika stofnanna) og aðgreinist frá landfræðilega næstu stofnum sem finna má á Norðausturlandi. Bæta þarf sýnatöku úr ám á Austfjörðum svo skýra megi enn frekar bæði
tengsl stofna innan svæðisins og tengsl þeirra við aðra laxastofna á landinu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Kver (2016-)
Útgáfuár 2018
Leitarorð lax, laxastofnar, skyldleiki, erfðafræði, Austfirðir, Ísland, laxeldi, austfirðir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?