Skipting stangveiði í Langá á Mýrum eftir veiðistöðum og jörðum 2015 – 2024

Nánari upplýsingar
Titill Skipting stangveiði í Langá á Mýrum eftir veiðistöðum og jörðum 2015 – 2024
Lýsing

Ágrip

Vegna arðskrármats sem Veiðifélag Langár lætur nú vinna fyrir félagið eru sundurliðaðar niðurstöður laxveiðinnar eftir veiðistöðum og jörðum í Langá á Mýrum settar fram fyrir tímabilið 2015 – 2024. Silungsveiðin (bleikja og urriði) er greind á sama hátt en niðurstöðurnar eru hér eingöngu tíundaðar eftir jörðum. Stangveiðinni í Langá á Mýrum er skipt á átta jarðir auk tveggja afréttarfélaga. Á tímabilinu veiddust 12.990 laxar og þar af var þekkt veiði 12.871 lax en 119 laxar voru ekki skráðir á veiðistaði (0,9%). Fjöldi (þekkt veiði) bleikja sem veiddist á sama tímabili og var skipt niður á jarðir var 395 og fjöldi urriða var 59.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Kver (2016-)
Útgáfurit Kver
Útgáfuár 2024
Tölublað 11
Blaðsíður 16
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Stangveiði, laxveiði, arðskrármat, veiðifélag, þekkt veiði, veiðistaðir, jarðir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?