Leiðbeiningar fyrir útreikninga á NQI1 og AMBI fyrir ástandsflokkun strandsjávar. Kv 2024-06
Nánari upplýsingar |
Titill |
Leiðbeiningar fyrir útreikninga á NQI1 og AMBI fyrir ástandsflokkun strandsjávar. Kv 2024-06 |
Lýsing |
Ágrip
Í þessum leiðbeiningum er fjallað um aðferðir sem nota skal við útreikning á matsþáttunum AMBI og NQI1 sem gefa til kynna vistfræðilegt ástand botndýrasamfélaga á mjúkum botni í strandsjó. AMBI stuðullinn gefur til kynna hvort lífríkið er undir áhrifum af lífrænu álagi og er notaður við útreikning á samsetta stuðlinum NQI1, auk tegundafjölbreytileikastuðuls (SN) og fjölda tegunda. Búið er að útbúa flokkunarkerfi og viðmiðunargildi fyrir NQI1 sem hægt er að nota við vistfræðilega ástandsflokkun vatnshlota í strandsjó í samræmi við lög um stjórn vatnamála (nr. 36/2011). Stuðlarnir gagnast einnig við annað mat á umhverfisáhrifum af mannavöldum í sjó, t.d. vegna fráveitu eða sjókvíaeldis. Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að stuðla að samræmdri aðferðafræði við vöktun vistfræðilegs ástands strandsjávar á Íslandi.
Abstract
These guidelines contain instructions on how to calculate the quality indices AMBI and NQI1 that are used to evaluate the ecological status of soft bottom invertebrate communities in coastal water. The AMBI index provides an indication of the impact of organic pollution on biota and is used to calculate the composite diversity index NQI1, along with species diversity (SN) and number of species. An ecological classification system has been designed with reference values for NQI1 that can be used to evaluate the ecological status of coastal water bodies according to the Icelandic water management act (no. 36/2011). The indices can also generally be used to estimate the environmental impacts of anthropogenic activities such as sewage release and aquaculture. These guidelines are an important part of streamlining and coordinating the process of ecological classification of coastal waters in Iceland. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Kver (2016-) |
Útgáfurit |
Kver |
Útgáfuár |
2024 |
Tölublað |
6 |
Blaðsíður |
18 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
umhverfisáhrif, ástandsflokkun, strandsjór, mengun, botndýr, hryggleysingjar, fiskeldi, fráveita, lífrænt álag, vatnamál, environmental impact, ecological classification, water management, Water Framework Directive, coastal waters, pollution, benthic invertebrates, soft bottom fauna, aquaculture, sewage and organic pollution |