Vöktun Tungufljóts í Biskupstungum 2023

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun Tungufljóts í Biskupstungum 2023
Lýsing

Ágrip

Hér er gerð grein fyrir vöktun Tungufljóts í Biskupstungum, vegna reksturs Brúarvirkjunar, fyrir árið 2023. Þetta er áfangaskýrsla í vöktunarverkefni til fimm ára, sem hófst árið 2021, og er hluti af kröfum vegna starfsleyfis Brúarvirkjunar. Nær vöktunin til smádýra og þörunga á steinum, fiska og efna og eðlisþátta. Þetta er þriðja ár vöktunarinnar og niðurstöður ársins eru í megin atriðum sambærilegar við fyrri ár. Rykmýslirfur eru ríkjandi hópur í botnsýnum og tegundagreining sýnir að sömu rykmýstegundir hafa ríkt öll árin á hvorri stöð fyrir sig (TFL-01 og TFL-03). Samfélög tegunda eru þó talsvert frábrugðin á milli stöðva. Heildarþéttleiki hryggleysingja hefur minnkað talsvert milli ára sem vert er að fylgjast vel með á næstu árum. Kísilþörungar hafa verið uppistaða þörungaflóru Tungufljóts frá upphafi en haustið 2023 mældist veruleg aukning grænþörunga á neðri stöðinni (TFL-03). Spennandi er að fylgjast með hvort þarna sé að verða varanleg breyting á þörungaflórunni.

 

Abstract

Here is a report on the monitoring of Tungufljót in Biskupstungur, due to the operation of Brúarvirkjun (a hydroelectric power plant), for the year 2023. This is a progress report in a five-year monitoring project, which began in 2021, and is part of the requirements for the operating license of Brúarvirkjun. The monitoring covers small animals and algae on stones, fish, and chemical and physical factors. This is the third year of monitoring, and the results of the year are generally comparable to previous years. Chironomid larvae are the dominant group in the bottom samples, and species identification shows that the same chironomid species have prevailed each year at each station (TFL-01 and TFL-03). However, species communities are quite different between the stations. The overall density of invertebrates has decreased a bit between years, which should be closely monitored in the coming years. Diatoms have been the main component of the algae flora of Tungufljót from the beginning, but in the fall of 2023, there was a significant increase in green algae at the lower station (TFL-03). It will be interesting to see whether this represents a permanent change in the algae flora.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 36
Blaðsíður 19
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Rykmýslirfur, þörungar, fljúgandi skordýr, bleikja og urriði, Chironomid larvae, algae, flying insects, Arctic charr and brown trout
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?