Vöktun laxastofna á Vatnasvæði Norðurár í Borgarfirði 2021. HV 2022-08

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun laxastofna á Vatnasvæði Norðurár í Borgarfirði 2021. HV 2022-08
Lýsing

Í stangveiðinni í Norðurá í Borgarfirði árið 2021 veiddust 1.445 laxar og var 91,8% veiðinnar smálaxar og 8,2% stórlaxar. Auk lax veiddust 86 urriðar og þrjár bleikjur. Hlutfall þeirra laxa sem sleppt var aftur í ána að veiði lokinni var 61,7% og er það er hæsta hlutfall sem sleppt hefur verið í Norðurá (58,6% smálaxa og 95,8% stórlaxa). Smálaxahængar voru fleiri (56,8%) en hrygnurnar (43,2%) en stórlaxahrygnur voru fleiri (63,2%) en hængarnir (36,8%). Smálaxar vógu að meðaltali 2,53 kg en stórlaxar 4,91 kg. Laxveiðin jókst um 47,4% frá veiði ársins 2020 en var 15,8% undir langtímameðaltali (1984 – 2020), sem var 1.717 laxar. Ofan við fiskveginn í Glanna veiddist 471 smálax og 36 stórlaxar og var öllum stórlaxi sleppt en 57,1% smálaxa. Laxveiði veiddist á 88 veiðistöðum; 64,9% neðan við fiskteljarann í Glanna og 35,1% ofan við hann. Alls gekk 301 urriði, 1.569 smálaxar og 169 stórlaxar upp fyrir fiskteljarann í Glanna. Mesta gangan var í júlí þegar 53,5% urriða gekk um teljarann, 76,8% smálaxa og 60,9% stórlaxa. Veiðihlutfall á laxi ofan teljarans var 30,1%; 7,4% undir langtímameðaltali (32,5%) og skiptist þannig að veiðihlutfall á smálaxi var 30,0% og á stórlaxi 21,3%. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 24
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Lax, urriði, seiðavísitala, fiskteljari, hrygning, hrognamagn, hreistur, vöxtur í sjó
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?