Vöktun laxastofna á Vatnasvæði Norðurár í Borgarfirði 2020. HV 2021-08

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun laxastofna á Vatnasvæði Norðurár í Borgarfirði 2020. HV 2021-08
Lýsing

Í stangveiðinni í Norðurá árið 2020 veiddust 980 laxar (80% smálaxar og 20% stórlaxar) og 129 urriðar. Hlutdeild veiða og sleppa nam 50,1% smálaxa og 92,3% stórlaxa. Laxveiðin jókst um 69,8% á milli ára en var einungis 56,4% af meðalveiði (1.738; 1984 – 2019) og sú sjötta lægsta á tímabilinu. Hlutur stórlaxa í veiðinni hefur farið vaxandi síðasta áratuginn og var hlutdeild þeirra úr árgangi sjógönguseiða ársins 2018 (smálaxar í veiði 2019; stórlaxar í veiði 2020) 32,9%, sú mesta á 30 ára tímabili. Hrygnur voru í minnihluta smálaxa (37,2%) en í meirihluta stórlaxa (73,5%). Smálaxar vógu 2,72 kg að meðaltali, voru 18,3% yfir meðalþyngd (2,3 kg; 2010 – 2019).

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 27
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Lax, urriði, sjógönguseiði, klakárgangur, þurrkar, lágrennsli, laxveiði, hrogn, sjávarvöxtur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?