Vöktun á stofnum laxfiska í Úlfarsá árið 2018. HV 2019-39
Nánari upplýsingar |
Titill |
Vöktun á stofnum laxfiska í Úlfarsá árið 2018. HV 2019-39 |
Lýsing |
Ástand stofna laxfiska hefur verið vaktað árlega í Úlfarsá frá árinu 1999 og upplýsingar úr stangveiði verið skráð rafrænt frá 1974. Að jafnaði hefur seiðaástandið verið rannsakað á fimm til sex stöðvum í Úlfarsá og einni í Seljadalsá ofan Hafravatns. Árið 2018 var vísitala seiðaþéttleika laxaseiða sú hæsta sem mælst hefur í Úlfarsá. Vísitala vorgamalla og eins árs laxaseiða (0+ og 1+) var sú hæsta sem mælst hefur og vísitala á þéttleika tveggja ára (2+) laxaseiða var nálægt meðaltali. Laxaseiði fundust á öllum stöðvum. Vísitala þéttleika laxaseiða á stöðinni í Seljadalsá hefur mælst mjög há síðustu þrjú árin. Vísitala þéttleika 0+ og 1+ urriðaseiða var einnig sú hæsta sem mælst hefur fyrir þá aldurshópa á því tímabili sem mælingar ná yfir. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfuár |
2019 |
Blaðsíður |
20 |
Leitarorð |
lax, salmo salar, Urriði, salmo trutta, Úlfarsá, rafveiði, stangveiði, fiskteljari. úlfarsá, urriði, Salmo, salar, trutta |