Vöktun á stofnum laxfiska í Úlfarsá 2020. Monitoring of salmonid fish stocks in River Úlfarsá in 2020. HV 2021-47
Nánari upplýsingar |
Titill |
Vöktun á stofnum laxfiska í Úlfarsá 2020. Monitoring of salmonid fish stocks in River Úlfarsá in 2020. HV 2021-47 |
Lýsing |
Frá árinu 1999 hefur árleg vöktun farið fram á ástandi laxfiskaseiða í Úlfarsá og upplýsingar úr stangveiði hafa verið skráðar frá 1974.
Árið 2020 var vísitala seiðaþéttleika 0+ og 2+ laxaseiða fyrir ofan meðaltal áranna 1999 – 2020 en vísitala 1+ nálægt meðaltali. Vísitala 0+ og 1+ laxaseiða lækkaði töluvert frá árinu 2019 en vísitala fyrir 2+ laxaseiði hækkaði og var sú hæsta sem mælst hefur í Úlfarsá. Laxaseiði fundust á öllum stöðvum. Í Seljadalsá ofan við Hafravatn var vísitala þéttleika 0+ laxaseiða yfir meðaltali en engin eldri laxaseiði fundust þar. Vísitala þéttleika urriðaseiða árið 2020 var lægri en mælst hefur undanfarin ár.
Stangveiðin í Úlfarsá árið 2020 var 195 laxar sem er undir meðalveiði tímabilsins 1974-2020 en nálægt meðaltali síðustu 10 ára. Fyrir utan árin 2003 og 2015 hefur laxveiði í Úlfarsá verið samfellt undir meðalveiði síðastliðin 24 ár. Um 22% veiddra laxa var sleppt aftur árið 2020 og er það svipað hlutfall og verið hefur undanfarin ár. Um fiskteljara sem staðsettur er um 4 km frá sjávarós gengu 665 laxar og 166 urriðar árið 2020. Þetta er mesti fjöldi laxa sem gengið hafa upp teljarann frá því hann var fyrst settur í Úlfarsá árið 2007. Á veiðisvæðinu ofan teljara veiddust 93 laxar, flestir (68) í veiðistaðnum Stífla rétt ofan teljara.
Meðalvatnshiti í Úlfarsá árið 2020 var flesta mánuði ársins nálægt langtímameðaltali. Mesta frávik var í apríl en þá var hitastig 0,7°C undir meðaltali.
|
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
25 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
lax, urriði, seiðarannsóknir, stangveiði, fisk teljari, vatnshiti, Úlfarsá |