Ágrip
Rannsóknin sem hér er greint frá var framkvæmd að beiðni Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Verkið annaðist Náttúrufræðistofa Kópavogs og fór sýnataka fram í september árið 2022. Rannsóknin er hluti af vöktun á lífríki hryggleysingja í Elliðaánum og gerð í þeim tilgangi að varpa ljósi á ástand mikilvægra smádýrastofna í vistkerfinu. Reglubundin vöktun sem þessi er tól til að fylgjast með mögulegum áhrifum álagsþátta á vistkerfi ánna. Slíkir álagsþættir geta m.a. tengst umferð og byggð.
Niðurstöðurnar sem hér eru birtar eru byggðar á botnsýnum sem tekin voru á þremur stöðvum á vatnasviði Elliðaánna. Efsta stöðin (Hólmsá) var ofarlega í vatnakerfinu, næsta stöð var um miðbik þess, rétt neðan Elliðavatns (stöð 1), og þriðja stöðin var skammt ofan árósa við svokallaðan Móhyl (stöð 4).
Þéttleiki hryggleysingja er mismikill milli stöðva og samsetning hópa breytileg, sem mótast af staðsetningu og umhverfiseinkennum hverrar stöðvar. Rykmýslirfur, bitmýslirfur og ánar eru þeir hópar sem hvað mest finnst af í Elliðaám árið 2022 líkt og fyrri ár. Minnstan þéttleika hryggleysingja er að finna í Hólmsá, þar eru rykmýslirfur stærsti hópurinn en vorflugulirfur og vatnaflær eru einnig áberandi á stöðinni. Á stöð 1 finnst hæstur þéttleiki hryggleysingja en þar er uppistaðan lirfur bitmýs sem ávallt hafa verið ríkjandi hópur á stöðinni. Skýringin er staðsetning stöðvarinnar neðan útfalls Elliðavatns, en þaðan berast smáþörungar og lífrænar agnir sem bitmýslirfurnar nærast á. Á stöð 4 eru rykmýslirfur ríkjandi en næst á eftir þeim í fjölda eru árfætlur og síðan ánar. Þéttleiki ána er síst minni á stöðinni nú en undanfarin ár en árfætlurnar eru í óvenju háum þéttleika þetta árið.
Abstract
This research on the Elliðaár river system was requested by the Reykjavík Angling Club and carried out in September 2022 by the Natural History Museum of Kópavogur. The Elliðaár river system is located within the capital area of Reykjavík, SW-Iceland. The river system is fed mostly by spring water, including Lake Elliðavatn, but direct run-off also influences the system. The whole system is productive, including viable populations of Atlantic salmon (Salmo salar) and brown trout (S. trutta).
The main purpose of the research was to follow up on earlier studies and gather basic information on invertebrate communities of the river system to assess the status of important invertebrate species and general ecological quality. Density and species composition of benthic invertebrates play an important role in the river food web, not the least for the salmonids. Potential local stress factors which may affect the ecosystem include road traffic and urbanization.
The results presented here are based on benthic invertebrate samples taken at three stations in the river system: 1) upper part (River Hólmsá), 2) near the outflow of Lake Elliðavatn and 3) close to the estuary of the river. Three groups of benthic invertebrates were dominant in the Elliðaár river system in September 2022, i.e., larvae of Simuliidae and Chironomidae, and Oligochaete worms. Dominant groups varied between stations. Chironomids were dominant at the uppermost station Hólmsá as usually has been the case. Simuliidae larvae dominated at station 1 just below the lake. That was to no surprise as the richness in organic drift from Lake Elliðavatn, along with rocky bottom provides primary habitat for filter feeding Simuliidae. Chironomids were the dominant group at station 4, Copepoda in second place and Oligochaetae worms in third. Density of Oligochaetae worms at station 4 was no less in 2022 than it has been in recent years, but density of Copepods was unusually high in 2022. |