Vöktun á laxfiskastofnum Norðfjarðarár í kjölfar efnistöku. Áfangaskýrsla 2023. HV 2024-19

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun á laxfiskastofnum Norðfjarðarár í kjölfar efnistöku. Áfangaskýrsla 2023. HV 2024-19
Lýsing

Ágrip

Hafrannsóknastofnun hefur vaktað framvindu á laxfiskastofnum í Norðfjarðará í kjölfar efnistöku sem framkvæmd var í ánni fram til ársins 2017. Við undirritum samnings milli Vegagerðarinnar og Hafrannsóknastofnunar var ætlunin að vakta Norðfjarðará fram til ársins 2021 með möguleika á áframhaldandi vöktun til ársins 2026 ef niðurstöður bentu til að áhrif efnistöku væru ekki að fullu komin fram. Vöktunin hefur nú staðið yfir í sjö ár (2017 - 2023). Í þessari áfangaskýrslu verður niðurstöðum mælinga 2022 og 2023 gerð skil ásamt samantekt á gögnum frá árinu 2017. Í seiðamælingum fundust fjórir árgangar bleikjuseiða, frá vorgömlum upp í þriggja ára seiði, og fundust seiði á öllum sjö stöðunum sem skoðaðir voru. Einnig fundust þrír aldurshópar laxaseiða og hefur seiðaþéttleiki þeirra vaxið undanfarin ár. Vísitala á seiðaþéttleika bleikju var mestur árið 2019 en lítill þéttleiki var árin 2020 og 2021. Síðustu tvö ár hefur vísitalan farið hækkandi og mælist yfir langtíma meðaltali. Ekki hefur mælst marktækur munur á holdastuðli, meðallengd og meðalþyngd bleikjuseiða á milli ára. Veiðin í Norðfjarðará hefur hrakað frá 2016 og minnst var veiðin árið 2021 þegar 379 bleikjur voru færðar til bókar. Árin 2022 og 2023 jókst bleikjuveiðin og skráðar voru 725 bleikjur árið 2023. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að full ástæða sé fyrir áframhaldandi vöktun með svipuðu sniði þar sem langtímaáhrif í kjölfar efnistöku eiga að öllum líkindum enn eftir að koma fram að fullu.

Abstract

The Marine and Freshwater Research Institute (MFRI) has been monitoring the salmonid populations and environmental factors in River Norðfjarðará since 2017 following extensive quarrying in the river. The project has been carried out for seven years and in this report the results of the 2022 and 2023 salmonid juvenile survey are analyzed. Four year-classes of Arctic charr, from newly hatched fry to three-year-old parr, were found in the survey and on all sampling stations. The numbers of newly hatched juveniles increased from previous surveys. Numbers of 1+ and 2+ parr remained similar in comparison to previous years. No significant difference has been recorded regarding mean length, weight and condition factor of juvenile charr between years. Three year-classes of Atlantic salmon juveniles were recorded in the year 2023 and numbers indicate an increase in salmon spawning in the river. Number of charr caught in the rod fisheries in River Norðfjarðará has generally decreased since the year 2016. However, the numbers have been increasing for the past two years and in 2023 a total of 725 arctic char were caught. It is not clear whether the lower stocks size and angling catch of Arctic charr is related to lower abundance which is the geneal pattern across Iceland or to lower recruitment following the quarry. Continued monitoring will improve the quality of the data and therefore be of use in further analyses due to changes in salmonid population in River Norðfjarðará.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 19
Blaðsíður 34
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Norðfjarðará, efnistaka, seiðarannsóknir, bleikjuseiði, laxaseiði, stangveiði, Austurland, quarrying, juvenile survey, arctic char, atlantic salmon, rod fishery
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?