Vöktun á laxfiskastofnum Norðfjarðarár í kjölfar efnistöku. Áfangaskýrsla 2021 / Monitoring of salmonid populations in River Nordfjardará following quarrying. Status report 2021. HV 2022-31
Nánari upplýsingar |
Titill |
Vöktun á laxfiskastofnum Norðfjarðarár í kjölfar efnistöku. Áfangaskýrsla 2021 / Monitoring of salmonid populations in River Nordfjardará following quarrying. Status report 2021. HV 2022-31 |
Lýsing |
Hafrannsóknastofnun hefur vaktað framvindu á laxfiskastofnum í Norðfjarðará í kjölfar efnistöku sem framkvæmd var í ánni fram til ársins 2017. Efnistakan var vegna vegtengingar við Norðfjarðargöng og skilyrði um vöktun var samkvæmt leyfisveitingu Fiskistofu fyrir efnistökunni til handa Vegagerðinni. Við undirritum samnings milli Vegagerðarinnar og Hafrannsóknastofnunar var ætlunin að vakta Norðfjarðará fram til ársins 2021 með möguleika á áframhaldandi vöktun til ársins 2026 ef niðurstöður bentu til að áhrif efnistöku væru ekki að fullu komin fram. Vöktunin hefur nú staðið yfir í fimm ár (2017 - 2021) og eru niðurstöður seiðamælinga og veiði gerð skil í þessari áfangaskýrslu. Í seiðamælingum fundust fjórir árgangar bleikjuseiða, frá vorgömlum upp í þriggja ára seiði, og fundust seiði á öllum sjö stöðunum sem skoðaðir voru. Vísitala á þéttleika mismunandi aldurshópa bleikjuseiða hefur sveiflast nokkuð yfir vöktunina en almennt var þéttleiki bleikjuseiða mestur árið 2019 og lægstur 2021. Ekki var marktækur munur á holdastuðli, meðallengd og meðalþyngd bleikjuseiða á milli ára. Veiðin í Norðfjarðará hefur hrakað frá 2016 og veiðin var í sögulegu samhengi lítil árið 2021 þar sem 379 bleikjur voru færðar til bókar. Það er minnsta skráða veiði frá árinu 2004, þegar veiðitölur bárust fyrst til Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknastofnun). Ekki er ljóst hvort minnkandi bleikjugengd og veiði stafi af minnkandi viðkomu bleikjustofnsins í kjölfar röskunar á botni árinnar af völdum efnistöku eða vegna almennrar fækkunar bleikju á landsvísu, t.d. vegna hlýnunar og breyttra aðstæðna í sjó. Líklega er um samverkandi þætti að ræða þar sem talsverður óstöðugleiki hefur verið á árfarvegi Norðfjarðarár á vöktunartímanum. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að full ástæða sé fyrir áframhaldandi vöktun með svipuðu sniði þar sem langtímaáhrif í kjölfar efnistöku eiga að öllum líkindum enn eftir að koma fram að fullu. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2022 |
Blaðsíður |
20 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Norðfjarðará, efnistaka, seiðarannsóknir, bleikjuseiði, stangveiði, Austurland |