Vatnshlot á virkjanasvæðum. Bráðabirgðatilnefning á mikið breyttum vatnshlotum HV2023-36

Nánari upplýsingar
Titill Vatnshlot á virkjanasvæðum. Bráðabirgðatilnefning á mikið breyttum vatnshlotum HV2023-36
Lýsing

Ágrip

Í þessari skýrslu er fjallað um bráðabirgðatilnefningu á mikið breyttum vatnshlotum á virkjanasvæðum á Íslandi. Skýrslan er unnin fyrir Umhverfisstofnun vegna innleiðingar laga um stjórn vatnamála nr. 36/2011 og er framhald vinnu við greiningu á áhrifum af vatnsformfræðilegum breytingum í vatnshlotum á virkjanasvæðum (>10 MW). Hér er metið hvort vatnshlot sem orðið hafa fyrir umfangsmiklum vatnsformfræðilegum breytingum uppfylli markmið laga um stjórn vatnamála um gott vistfræðilegt ástand þrátt fyrir álag vegna umsvifa á vatnasviðinu. Geri þau það ekki má tilnefna þau til bráðabirgða sem mikið breytt vatnshlot. Í skýrslunni er fjallað um hvert vatnshlot og ályktun dregin um hvort líklegt sé að þau nái góðu vistfræðilegu ástandi eða ekki. Samantekt á niðurstöðunum eru í töflu 1 í byrjun skýrslunnar.

Abstract

This report, which is prepared for the Environment Agency in Iceland, discusses the provisional designation of heavily modified water bodies affected by large hydro power plants in Iceland with respect to the Water Management Act no. 36/2011. The project is a continuation of previous work on analysing of hydromorphological changes in water bodies due to the operation of large hydro power plants (>10 MW). Here, it is assessed whether water bodies which have undergone extensive hydromorphological changes are likely to reach good ecological status despite the pressure which is caused by the operation. If they do not, they can be provisionally designated as heavily modified water bodies (HMWB). The report discusses each water body separately and concludes which water bodies meet the conditions to be provisionally designated as heavily modified water body. A summary of the results can be found in Table 1 in the beginning of the report.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Eydís Salome Eiríksdóttir
Nafn Svava Björk Þorláksdóttir
Nafn Þóra Hrafnsdóttir
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Tölublað 36
Blaðsíður 23
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð stjórn vatnamála, mikið breytt vatnshlot, manngerð vatnshlot, vatnsformfræðilegar breytingar, vatnsaflsvirkjanir, HMWB.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?