Vatnasvæði Hörðudalsár 2023. Vöktun laxa- og bleikjustofna. HV 2024-17

Nánari upplýsingar
Titill Vatnasvæði Hörðudalsár 2023. Vöktun laxa- og bleikjustofna. HV 2024-17
Lýsing

Á vatnasvæði Hörðudalsár veiddust 64 laxar og 230 bleikjur í stangveiði árið 2023. Laxveiðin var yfir meðalveiði 1984 – 2022 og bleikjuveiðin var undir meðalveiði 1987 - 2022. Stór hluti laxins veiddist síðsumars og var 45,3% af heildafjölda veiddra laxa á vatnasvæðinu skráður frá 10. - 23. september. Mest var bleikjuveiðin fyrri hluta veiðitímans og hafði 83% bleikjunnar veiðst þegar rúm vika var liðin af ágúst.

Í laxveiðinni var fluga notuð sem agn í 25% tilfella, maðki var beitt í 53% tilfella en í 22% tilfella var agn ekki skráð. Í bleikjuveiðinni var fluga notuð í 56% tilfella, maðkur í 39% tilfella og agn ekki skráð í 5% tilfella. Á tímabilinu 2012 – 2023 hefur að meðaltali 14,2% laxveiðinnar verið sleppt í stangveiðinni og 7,6% bleikjunnar. Laxveiði ársins má rekja til klaks áranna 2017 – 2019 en bleikjuveiðina til klaks áranna 2019 – 2021.

Seiðavísitala allra árganga laxaseiða á viðmiðunarstöðvum var 44,0% undir langtímameðaltali. Vísitala sumargömlu laxaseiðanna var sú lægsta sem mælst hefur og var einungis 8,0% af langtímameðaltali. Vísitala veturgömlu laxaseiðanna var hátt yfir langtímameðaltali. Seiðavísitala bleikju á viðmiðunarstöðvum var tvöfalt langtímameðaltalið.

Lagt er til að veiðireglur verðir hertar og skyldusleppingar auknar. Hvatt er til áframhaldandi flutnings á lifandi laxi upp á efra svæði Laugár og að fylgst sé með virkni fiskvegarins og ráðist til úrbóta ef þess gerist þörf. Hvatt er til aukinnar hreistursýnatöku, bæði á laxi og bleikju

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 17
Blaðsíður 17
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Lax, bleikja, stangveiði, hreistursýni, seiðaþéttleiki, maðkur, fluga, agn, kvóti, landnám, veiða og sleppa
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?