Vatnasvæði Flekkudalsár 2023. Vöktun á stofnum laxfiska. HV 2024-16

Nánari upplýsingar
Titill Vatnasvæði Flekkudalsár 2023. Vöktun á stofnum laxfiska. HV 2024-16
Lýsing

Laxveiðin á vatnasvæði Flekkudalsár (73 laxar) var einungis 40,9% af langtímameðaltali og önnur lakasta veiði sem skráð hefur verið á vatnasvæðinu á tímabilinu 1984 – 2023. Uppistaða veiðinnar var smálax og voru hængar í meirihluta, bæði hjá smálaxi og stórlaxi. Hreisturmælingar sýndu að vöxtur smálaxa í hafi var slakur. Hlutfall veiða og sleppa af heildarlaxveiðinni var 41,1%, nokkuð yfir meðaltali tímabilsins 2015 – 2023.

Seiðavísitala sumargamalla laxaseiða var 41,0% undir langtímameðaltali og fá dæmi eru um svo lágan þéttleika síðustu 20 árin. Engin augljós skýring er á þetta lágum þéttleika en því er velt upp hvort góð vatnsstaða í veiðinni árið 2022 hafi aukið veiðihlutfallið til mikilla muna og það valdið slakri nýliðun 2023. Engin fisktalning er gerð á svæðinu og því ekki hægt að segja til um veiðihlutfallið, með neinni vissu. Veturgömlu seiðin komu hinsvegar vel út í seiðamælingunum og voru 12,0% yfir langtímameðaltali.

Lagt er til að viðhalda friðun efri svæða Flekkudalsár og Tunguár og halda áfram á sömu braut veiðistjórnunar, þ.e. að leggja áfram áherslu á að sleppa öllum stórlaxi og takmarka fjölda landaðra smálaxa í veiðinni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 16
Blaðsíður 12
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð stangveiði, laxveiði, seiðavísitala, sumargömul seiði, veiðihlutfall, urriði, lax, bleikja, friðun, veiða, sleppa
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?