Vatnalífsrannsóknir í Kvíslavatni og Hágöngulóni 2019. HV 2020-55
Nánari upplýsingar |
Titill |
Vatnalífsrannsóknir í Kvíslavatni og Hágöngulóni 2019. HV 2020-55 |
Lýsing |
Markmið rannsóknar þessarar var að kanna lífríki Kvíslavatns og Hágöngulóns og skoða hugsanlegar breytingar sem orðið hafa frá síðustu rannsóknum.
Kvíslavatn er 24 km² manngert veitulón sem komið var í fulla vatnshæð, 605 my.s., árið 1985. Markmiðið með gerð þess var að auka miðlunargetu til Tungnaárstöðva. Fyrsta áratuginn var vatnið blátært en árið 1997 var jökullituðu vatni úr Þjórsárlóni veitt til þess í þágu aukinnar miðlunargetu Þórisvatns. Þetta hafði líklega allnokkrar breytingar í för með sér fyrir lífríki Kvíslaveitna, en svo nefnist veitan einnig. Hágöngulón er 34 km² manngert og jökullitað miðlunarlón í 816 m.y.s. og var myndað árið 1998. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2020 |
Blaðsíður |
55 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Kvíslavatn, Kvíslaveitur, Hágöngulón, virkjanalón, eðlisþættir, þörungar, hryggleysingjar á botni, svif, veiðinytjar, urriði, rannsóknaveiði, rafveiði |