The Icelandic harbour seal (Phoca vitulina): Population estimate in 2020, summary of trends and the current status. HV 2021-53
Nánari upplýsingar |
Titill |
The Icelandic harbour seal (Phoca vitulina): Population estimate in 2020, summary of trends and the current status. HV 2021-53 |
Lýsing |
Til að vakta stöðu og breytingar á íslenska landselsstofninum og til þess að geta byggt stjórnunaraðgerðir á vísindalegri þekkingu er reglulegt mat á stofnstærð hans grundvallaratriði. Slíkt mat var fyrst gert árið 1980 og hefur verið gert reglulega síðan þá. Árið 2020 voru talningar framkvæmdar með markmiði þess að meta stærð íslenska landselsstofnsins og þróun stofnstærðar. Heildarfjöldi taldra sela var 4.559 dýr, og áætluð stofnstærð eftir beitingu leiðréttingarstuðuls var 10.319 (CI 95%= 6.733-13.906). Stofninn er nú 69% minni en þegar hann var fyrst metinn árið 1980. Samkvæmt stjórnunarmarkmiðum fyrir íslenska landselsstofninn skal halda stofninum í að lágmarki 12.000 selum en niðurstöður sýna hann 14% undir þeim fjölda. Núverandi mat er rúmum 9% hærra en árið 2018 þegar stofnmat fyrir alla strandlengju landsins var gert síðast. Mat á þróun stofnstærðar bendir til þess að stofninn sé að sveiflast í kringum lágmarksstofnstærð.
Í ljósi viðkvæmrar stöðu landselsstofnsins við strendur Íslands er brýnt að meta og bregðast við þeim þáttum sem mögulega hafa áhrif á stærð stofnsins, svo sem beinar og óbeinar selveiðar, umhverfisbreytingar, aðgengi að mikilvægum fæðutegundum, ásamt truflun vegna athafna manna. Einnig er mikilvægt að vakta stofnvistfræðilega þætti, svo sem kópaframleiðslu og frjósemi.
|
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
19 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Landselur, selir, stofnstærðarmat, phoca vitulina, harbour seal |