Straumfjarðará 2023. Seiðabúskapur og stangveiði. HV 2024-20

Nánari upplýsingar
Titill Straumfjarðará 2023. Seiðabúskapur og stangveiði. HV 2024-20
Lýsing

Ágrip

Rannsóknir á seiðabúskap laxfiska í Straumfjarðará hafa verið stundaðar 16 sinnum frá árinu 1986. Árið 2023 fundust þrír aldurshópar laxaseiða 0+, 1+ og 2+ á fjórum rafveiðistöðvum í ánni. 11 seiði urriða fundust en engin bleikjuseiði. Vísitala seiðaþéttleika laxaseiða var að meðaltali 34,9 seiði/100 m2 sem er nokkuð yfir langtíma meðaltali en þó lægra en vísitölugildi síðustu fimm athuganna, að undanskildu árinu 2015 þegar vísitalan var með eindæmum lág. Megnið af seiðunum voru vorgömul seiði. Í stangveiðinni 2023 veiddust 345 laxar, 14 bleikjur og 113 urriðar. Laxveiðin árið 2023 var 26 löxum undir meðalveiði áranna 1974 – 2023. Eins árs lax var ríkjandi í laxveiðinni, líkt og önnur ár. Af veiddum löxum var 330 sleppt aftur í ána, sem er tæplega 96% af fjölda veiddra laxa. Alls var 98,5% tveggja ára laxa sleppt og 94,9% eins árs laxa. Vísitala seiðaþéttleika síðustu ára hefur verið nokkuð há og fjöldi vorgamalla seiða mælst mikill miðað við fyrri tímabil. Hrognagröftur hefur verið stundaður árlega í Straumfjarðará síðan 2018 og er árangur fiskræktar gerð hér skil.

Abstract

Research on salmon juveniles in River Straumfjarðará have been conducted 16 times since the year 1986. In 2023, three age groups of salmon juveniles, 0+, 1+ and 2+, were found on a total of 670 m2 of bottom surface via electrofishing. Eleven trout juveniles were found, but no char juveniles. The average salmon juveniles density index was 34.9 juveniles /100 m2, which is around the long-term average, but lower than the index value of the last five observations, with the exception of 2015 when the index was exceptionally low. In the 2023 angling season, 345 salmon, 14 arctic char and 113 brown trout were caught. Of the salmon caught, 330 were released back into the river, which is almost 96% of total number. A total of 98.5% of 2SW salmon were released and 94.9% of 1SW. The salmon catch in 2023 was 26 salmon below the average catch of the years 1974 - 2023. The juvenile density index of the last years has been around the national average and the number of hatchery fish is high.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 20
Blaðsíður 29
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð lax, Salmo salar, urriði, Salmo trutta, stangveiði, seiðabúskapur, Straumfjarðará, salmon, Salmo salar, trout, Salmo trutta, angling, juvenile surveys, River Straumfjardara
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?