Ágrip
Stærð íslenska útselsstofnsins hefur verið metin reglulega frá 1982. Stofnstærðin er metin út frá kópaframleiðslu. Á kæpingartímabilinu frá lok september fram í byrjun nóvember er flogið þrisvar til fjórum sinnum yfir helstu kæpingarsvæðin. Í síðustu talningu sem fór fram árið 2022 var heildarkópaframleiðslan 1551 kópar (95% CI = 1486-1613). Mikilvægasta kæpingarsvæðið var líkt og áður Breiðafjörður, en þar var áætluð kópaframleiðsla 963 (CI 95% = 927-995) kópar, sem svarar til 62% af heildarkópaframleiðslu við Ísland árið 2022. Önnur mikilvæg kæpingarsvæði voru norðvesturland (Strandir og Skagafjörður) og suðurland (Öræfi og Surtsey).
Stofnstærð útsels árið 2022 sem metin er frá kópaframleiðslunni var 6697 dýr (95% CI = 5576-7841). Það þýðir um 27% fækkun í stofninum frá fyrstu talningu sem fór fram árið 1982, en jafnframt um 6,8% fjölgun frá árinu 2017 þegar talning fór síðast fram. Breytingin á heildarstofnstærð milli 2005 og 2022 var þó ekki tölfræðilega marktæk. Stofnstærðin árið 2022 var metinn yfir viðmiðunarmörkum stjórnvalda, sem eru 4100 dýr. Viðmiðunarmörkin verða endurmetin við gerð stjórnunarmarkmiða fyrir íslensku selastofnana. Hafa ber í huga að á válista íslenskra spendýra sem er gerður samkvæmt viðmiðum Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) lendir íslenski útselsstofninn í áhættuflokknum „í nokkurri hættu“ (e. vulnerable).
Abstract
Censuses of the Icelandic grey seal population have been conducted regularly since 1982. The population size is estimated based on pup production. Pups are counted three to five times during the pupping period from the end of September to beginning of November in all known grey seal pupping areas through aerial surveys. In the most recent census, conducted in 2022, the total pup production was estimated to be 1551 pups (95% CI= 1486-1613).
The most important pupping area was Breiðafjörður, with a total of 963 (95% CI = 927-995) pups, corresponding to 62% of the total estimated pup production in 2022. Other important pupping areas were the northwest coast (Strandir and Skagafjörður) and the south coast (Öræfi and Surtsey).
Based on the pup production, the total grey seal population size in 2022 was estimated to be 6697 animals (95% CI = 5576-7841). The population was approximately 27% smaller than when the first census was conducted in 1982 and corresponds to an increase of 6.8% since the census in 2017. However, trend analysis for the period 2005–2022 revealed no statistically significant trend for the total population size.
The population size was larger than the governmental management objective for the size of the grey seal population of 4100 animals. The management objective will be re-evaluated as part of work aimed to establish a formal management plan for grey seals. According to the Icelandic red list for threatened populations, which is based on criteria put forward by IUCN, the grey seal population is defined as “Vulnerable”. |