Lýsing |
Ágrip
Farið er yfir framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælingar hrygningarþorsks með þorskanetum (SMN, netarall) sem fór fram í 29. sinn dagana 1. apríl til 22. apríl 2024. Stofnvísitala hrygningarþorsks við Ísland hefur verið há í rúman áratug en hefur lækkað síðustu tvö ár og er orðin lægri en árið 2011. Lækkun stofnvísitölu síðustu tvö ár má að mestu rekja til lækkunar vísitölu í Breiðafirði og Faxaflóa. Þorskur 7-9 ára er algengastur í netaralli, og í ár fékkst mest af 9 ára þorski, þ.e. árgangi 2015 sem hefur fengist mest af síðustu þrjú ár. Ástand þorsks er undir meðaltali tímabilsins á flestum svæðum og áberandi er hversu mikið slægð þyngd og lifrarþyngd hefur minnkað á mörgum svæðum, sérstaklega fyrir Suðausturlandi og Norðurlandi. Lélegt ástand þorsks tengist hugsanlega minna aðgengi að loðnu sem fæðu í aðdraganda hrygningar. Stofnvísitala ufsa lækkar mikið í ár og hefur ekki verið lægri síðan 2009. Mest fæst af 7-11 ára ufsa í netaralli og í ár fékkst mjög lítið af 9 ára ufsa úr slökum 2015 árgangi. Af breytingum á stofnvísitölum annarra fisktegunda í netaralli má helst nefna að vísitala ýsu hefur verið há síðustu átta ár. Vísitölur löngu, keilu og steinbíts eru hærri en undanfarin ár. Vísitala skarkola hefur hækkað lítillega síðustu þrjú ár. Í skýrslunni eru sýndar lífmassavísitölur helstu fisktegunda er fást í netaralli, ásamt útbreiðslu háfiska, krabba, sjófugla og sjávarspendýra.
Abstract
This report describes the implementation and main results of the gillnet survey of spawning cod in Icelandic waters (SMN) carried out for the 29th time between 1 April and 22 April 2024. The biomass index of spawning cod in Iceland has been high since 2011, but has decreased in the past two years and is now lower than in 2011. The decrease in the biomass index since 2022 is mostly due to lower catches in Breiðafjörður and Faxaflói. Most cod caught in the survey are 7-9 years old, and this year 9-year-old fish was the most common (the 2015 year class). Condition of cod was below the mean for the period 1996-2024 in most areas. Notably the gutted weight and liver weight have significantly decreased in many regions, especially in the Southeast and the North. This decline in liver condition is possibly due to the reduced availability of capelin as food leading up to the spawning period. Biomass index of saithe in the gillnet survey decreased significantly this year reaching its lowest point since 2009. Most saithe caught in the survey are 7–11-year-old, and this year very few 9-year-old saithe were caught from the weak 2015 year class. The biomass index of haddock has remained high since 2017. The indices of ling, tusk, and Atlantic wolffish are higher than in previous years. Plaice indices have increased slightly over the last three years. This report presents biomass indices for the main fish species caught in the gillnet survey, as well as the distribution of sharks, crabs, seabirds, and marine mammals.
|