Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum (SMN) 2021 – framkvæmd og helstu niðurstöður / Gillnet survey of spawning cod in Icelandic waters (SMN) 2021 – implementation and main results. HV 2021-31

Nánari upplýsingar
Titill Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum (SMN) 2021 – framkvæmd og helstu niðurstöður / Gillnet survey of spawning cod in Icelandic waters (SMN) 2021 – implementation and main results. HV 2021-31
Lýsing

Farið er yfir framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælingar hrygningarþorsks með þorskanetum (SMN, netarall) sem fór fram í 26. sinn dagana 25. mars til 27. apríl 2021.

Stofnvísitala hrygningarþorsks við Ísland hefur verið há frá árinu 2011 og náði hámarki árin 2015-2018. Hún hefur lækkað aftur síðustu tvö ár og er orðin svipuð og árið 2011. Rekja má lækkun stofnvísitölunnar til þess að árgangur 2013 (8 ára) er lítill og minna fékkst af 9 ára fiski en undanfarin fjögur ár. Lækkun stofnvísitölu er mest í Breiðafirði og Faxaflóa en það eru svæðin sem mest hafa lagt til hækkunar stofnvísitölu síðastliðinn áratug. Breytingar á stofnvísitölu eru mun minni á öðrum svæðum. Undanfarin ár hefur orðið aukning á hrygningu þorsks fyrir suðaustan og norðan land en kanturinn fyrir austan Eyjar sker sig áfram úr og lítið fæst af þorski þar. Ágætt samræmi er á þróun stofnvísitalna þorsks úr SMN og stofnmælingum með botnvörpu í mars og október (SMB og SMH). Einnig er sterkt samband milli aldursskiptra fjöldavísitalna hrygningarþorsks úr SMN og fjölda eftir aldri í hrygningarstofni skv. stofnmati, sem sýnir að netarall gefur góða mynd af stærð hrygningarstofnsins á hverjum tíma.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 26
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð stofnmæling, stofnvísitölur, net, þorskur, ýsa, ufsi, botnfiskar, vöxtur, kynþroski, hrygning, hrygningarstofn, háfiskar, krabbar, sjófuglar, sjávarspendýr, merking
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?