Lýsing |
Ágrip
Gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska að haustlagi sem fór fram dagana 27. september 29. október 2024. Niðurstöður eru bornar saman við fyrri ár, en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996.
Stofnvísitala (vísitala lífmassa) þorsks er svipuð og undanfarin þrjú ár og er yfir meðaltali áranna 1996–2024 eftir töluverða lækkun árin 2018–2021. Stofnvísitala ýsu er há líkt og tvö síðustu ár og sýnir hraða stækkun stofnsins í kjölfar góðrar nýliðunar. Vísitala grálúðu er undir langtímameðaltali en vísbendingar eru um bætta nýliðun. Vísitala gullkarfa lækkaði frá því í fyrra en vísitala djúpkarfa er hærri en árin áður og er yfir meðaltali áranna 1996–2024. Nýliðun þessara tveggja stofna hefur verið léleg um árabil. Vísitala ufsa er undir langtímameðaltali en í ár mældist óvenju mikið af ársgömlum ufsa innst í Faxaflóa. Vísitala blálöngu er undir langtímameðaltali en vísitala gulllax mælist há og langt yfir meðaltali áranna 1996-2024. Litlar breytingar eru í vísitölum ýmissa annarra nytjategunda frá því í fyrra og má þar nefna þykkvalúru, steinbít, hlýra, löngu og keilu. Vísitala hlýra er enn langt undir langtímameðaltali. Vísitala ýmissa kaldsjávartegunda heldur áfram að lækka og er áberandi lág í nokkrum tegundanna.
Yngsti árgangur þorsks mælist undir meðalstærð í fjölda en 1 árs þorskur er hins vegar nálægt langtímameðaltali. Meðalþyngdir flestra árganga þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2024. Árgangar ýsu sem nú eru 3–5 ára mælast yfir meðalstærð en árgangar 0–3 ára undir meðalstærð í fjölda. Líkt og hjá þorski mælast meðalþyngdir flestra árganga undir meðaltali.
Fæða þorsks að hausti er fjölbreytt og mismunandi milli stærðarflokka. Hlutdeild loðnu og rækju, sem er mikilvæg fæða þorsks minni en 85 cm, hefur minnkað mikið á síðari árum. Uppistaða fæðu þorsks stærri en 85 cm eru fiskar eins og síld og kolmunni. Algengasta fæða ýsu á þessum árstíma eru ýmis botndýr eins og slöngustjörnur, samlokur, ígulker og burstaormar.
Lykilorð: Stofnmæling, stofnvísitölur, haustrall, Íslandsmið, botnvarpa, þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi, djúpkarfi, grálúða, flatfiskar, djúpfiskar, brjóskfiskar
Abstract
The main findings of the autumn groundfish survey, conducted from September 27–October 29, 2024, are presented. Results are compared to previous years, as the project has been carried out in a comparable manner since 1996.
The biomass index for cod is similar to the past three years, remaining above the 1996–2024 average after a significant decline during 2018–2021. The haddock stock index is high, as in the past two years, reflecting rapid population growth following strong recruitment. The Greenland halibut index is below the long-term average, but there are indications of improved recruitment. The golden redfish index declined from last year, while the beaked redfish index increased and is above the 1996–2024 average. Recruitment for these two stocks has been poor for years. The saithe index is below the long-term average, but this year an unusually high abundance of one-year-old saithe was observed in the Faxaflói area. The blue ling index is below the long-term average, while the greater silver smelt index is high and well above the 1996–2024 average. Indices for various other commercial species, such as plaice, wolffish, spotted wolffish, ling, and tusk, are similar to the last few years. The spotted wolffish index remains well below the long-term average. The index of various cold-water species continues to decline and is noticeably low for some of the species.
The youngest cod cohort is below the average size in numbers, but one-year-old cod is close to the long-term average. The average weights of most cod cohorts are below the 1996–2024 average. Haddock cohorts aged 3–5 years are above average in numbers, while cohorts aged 0–3 years are below average. The average weights of most haddock cohorts are below the long-term average.
The diet of cod in autumn is diverse and varies by size class. The proportion of capelin and shrimp, which are important food sources for cod under 85 cm, has significantly decreased in recent years. For cod over 85 cm, the primary prey consists of fish such as herring and blue whiting. During this season, haddock primarily feed on various benthic organisms, including brittle stars, bivalves, sea urchins, and polychaetes. |